Heimasíða rannsóknarnefnda Alþingis

 

Á heimasíðu rannsóknarnefnda Alþingis eru upplýsingar um þær rannsóknarnefndir sem starfa á vegum Alþingis og varðveitt útgefið efni nefnda sem lokið hafa störfum. Meginhlutverk rannsóknarnefnda er að afla upplýsinga og gera grein fyrir málsatvikum í tilteknu máli. Rannsóknarnefnd getur einnig gert tillögu um breytingu á lögum, reglugerðum eða stjórnsýsluframkvæmd eftir því sem rannsókn hennar gefur tilefni til.

Greinargerð um rannsóknarnefndir Alþingis

Að tilhlutan forsætisnefndar Alþingis hefur lagaskrifstofa þingsins tekið saman greinargerð um rannsóknarnefndir Alþingis (pdf) í því skyni að varpa ljósi á hvaða lærdóm megi draga af þeirri reynslu sem fengist hefur af starfi rannsóknarnefndanna frá því að lög nr. 68/2011 voru sett.


Forsætisnefnd hefur haft greinargerðina til umfjöllunar og hefur falið lagaskrifstofunni að gera tillögur um nauðsynlegar breytingar á lögunum í samræmi við niðurstöður greinargerðinnar. Greinargerðina og fylgiskjöl má finna á vef Alþingis.


Fréttir og tilkynningar

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna

Rannsóknarnefnd Alþingis um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, sem var skipuð í ágúst 2011 á grundvelli þingsályktunar frá 10. júní 2011, afhenti forseta Alþingis skýrslu sína 10. apríl 2014.

Hér má nálgast vefútgáfu skýrslunnar. Vefútgáfan er aðalútgáfa skýrslunnar.

Rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð

Rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð, sem var skipuð í september 2011 á grundvelli þingsályktunar frá 17. desember 2010, skilaði skýrslu sinni þriðjudaginn 2. Júlí 2013. Formaður nefndinnar var Sigurður Hallur Stefánsson, fyrrverandi héraðsdómari. Með honum í nefndinni voru Kirstín Flygenring hagfræðingur og Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri.

Vefútgáfa skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð er aðalútgáfa skýrslunnar.Rannsóknarnefndir Alþingis

Rannsóknarnefndir Alþingis

Netfang rna@rna.is